Einvígi Oddfellowa og Frímúrara 2024 - ÚRSLIT
Vel heppnað áskorendamót Oddfelowa og Frímúrara fór fram á Urriðavelli 6. september. Veður var dæmigert síðsumarveður, þurrt og íslenskur andvari.
Bræður komu saman um kl.11, hituðu upp, stilltu miðið, vönduðu vippin og settu niður nokkur löng pútt áður en þeir gæddu sér á súpu og brauði frá Öðlingi veitingahúsi. Valdimar Júlíusson, mótsstjóri las yfir keppendum fyrirkomulag og reglur og sendi liðin á upphafsteiga. Þegar leik lauk var aftur sest að snæðingi og nú var það Gúllass með öllu viðeigandi meðlæti. Eftir það var farið í verðlaunaafhendingu.
All tóku 64 bræður þátt í mótinu í 32 liðum, 13 lið Oddfellowa og 18 lið Frímúrara. Öll liðin kepptu í Greensome punktakeppni með forgjöf. Þar af kepptu 26 lið í einvíginu (13 leikir í Greensome holukeppni) Hver sigur gaf 1 stig m.ö.o. 13 stig í boði. Einvígið endaði með sigri Oddfellowa 7-6.
Önnur úrslit í mótinu má sjá <hér> Sjá einnig myndir frá mótinu í myndasafni <hér>
Styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn.
Mótssjórn