Spurt og svarað
-
Hlutverk GOF er að hvetja Oddfellowa til golfiðkunnar og gæta hagsmuna StLO með því að hafa eftirlit með golfklúbbnum Oddi sem leigutaka golfvallana. Vinna með GO að áætlanagerð um frekari uppbyggingu í Urriðavatnsdölum og vera StLO til ráðgjafar um málefni svæðisins.
GOF hefur frá upphafi lagt áherslu á að auka golfiðkun Reglusystkina með því að bjóða upp á hagstæð kjör til að leika golf á Urriðavelli/Ljúflingi og tryggja að hið árlega Landsmót Oddfellowa sé haldið.
-
Árgjaldið í GOF 2024 verður óbreytt frá fyrra ári. 11.500,- kr.
-
Árgjaldi í GOF 2024 fylgir réttur til að leika, annað hvort, 3 hringi á Urriðavelli eða 10 hringi á Ljúflingi. Þetta jafngildir ekki inneign og hringir færast ekki á milli ára.
-
Einungis Oddfellowar geta orðið félagar í GOF.
Til að gerast félagi þarf að sækja um aðlid með því að að fylla út umsókn þar sem fram kemur nafn, netfang, kennitala ásamt st.nr. og heiti stúku. Krafa verður send í heimabanka þegar umsóknin hefur verið afgreidd.
Smellið hér til að fara í umsókn
-
Ef félagi í GOF er í golfklúbbi innan vébanda GSÍ, er hægt að bóka sig í gegnum golfbox á golf.is með allt að tveggja daga fyrirvara þ.e. "í dag og á morgun" en eftir kl.20 hvern dag "á morgun og hinn".
Ef viðkomandi er ekki í í golfklúbbi innan GSÍ er hægt að hringja í afgreiðslu Urriðavallar í síma 585-0050 og bóka rástíma með sama fyrirvara.
Engin forskráning er á Ljúfling. Þar gildir að mæta í skála og láta merkja við mætingu, fara niður að fyrsta teig, setja bolta í boltarennu eða hefja leik ef teigurinn er laus.
-
Félagar í GOF eru ekki fullgildir félagar í Golfklúbbnum Oddi sem er leigutaki golfvallana í Urriðavatnsdölum.
Núverandi samningur milli klúbbana veitir félögum í GOF tveggja daga skráningarfyrirvara.
Hafið samband við afgreiðslu í síma 5850050 fyrir rástímabókun eða notið golfbox.
-
GOF stendur fyrir árlegu Landsmóti Oddfellowa. Undanfarin ár hefur stúkum verið boðið að sjá um mótið og nýta sem fjáröflun til líknarmála. Þannig hefur höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin á víxl séð um mótið og þá haldið það á Urriðavelli eða í nánd við þær stúkur sem sjá um mótið. Næsta Landsmót Oddfellowa verður haldið á Urriðavelli 10. ágúst nk.
Þá hefur stjórn GOF einnig skipulagt í samvinnu við golfklúbb Frímúrara, Frímann, árlega golfkeppni milli þessara félaga. Tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.
-
Golfklúbbar í öllum landsfjórðungum hafa brugðist vel við erindi stjórnar GOF og boðið verulega góðan afslátt af flatargjaldi fyrir félaga í GOF.
Til að njóta þessara kjara þarf að hlaða félagsskírteini GOF niður í veski og framvísa því ef afsláttar er óskað.
Á bakhlið skírteinisins eru upplýsingar um klúbbanna sem veita afslætti.
Nýium völlum er bætt á listann jafn óðum og afsláttarkjör bjóðast.
-
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og bundin við áramót.
Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald í síðasta lagi 1. júní ár hvert fellur aðild hans að félaginu niður.
-
Iteghfjfjfjm description