Aðlafundur GOF 2023
Aðalfundur Golfklúbbs Oddfellowa GOF var haldinn í golfskálanum á Urriðavelli í gær 25. janúar. Færri mættu en reiknað var með sem skýrist líklega af snjókófi og miklum umferðatöfum. Af þeim sökum var fundarsetningu frestað um 10 mínútur. Ingjaldur Ástvaldsson fundarstjóri setti fundinn og fylgdi dagskrá skv. lögum félagsins í einu og öllu.
Hlöðver Kjartanson formaður flutti skýrslu stjórnar og Karlotta Finnsdóttir, féhirðir skýrði ársreikning félagsins. Afkoma félagsins er góð og voru reikningarnir samþykktir athugasemdalaust. Þórður Ingason, ritari kynnti nýja heimasíðu golfklúbbsins sem mun einfalda öll samskipti og upplýsingamiðlun um starfsemi klúbbsins fyrr og nú.
Þessi áttu sæti í stjórn Golfklúbbs Oddfellowa 2023:
Formaður: Hlöðver Kjartansson, St. nr. 9, Þormóði goða
Varaformaður: Sigurður Ingi Halldórsson, St. nr. 3, Hallveigu
Ritari: Þórður Ingason, St. nr. 3, Hallveigu, kjörinn til tveggja ára á síðasta aðalfundi
Féhirðir: Karlotta Jóna Finnsdóttir, St. nr. 10, Soffíu, kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi
Meðstjórnandi: Georg Arnar Þorsteinsson, St. nr. 26, Jóni forseta
Varamaður: Trausti Víglundsson, St. nr. 3, Hallveigu
Varamaður: Valdimar Lárus Júlíusson, St. nr. 20, Baldri
Sama stjórn situr áfram þar sem allir sem voru í kjöri gáfu kost á sér áfram og reyndust sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð komu.
Undir liðnum Önnur mál var m.a. rætt um skamman frest til að bóka tíma á Urriðavelli og Ljúflingi og óskað eftir því að stjórnin beitti sér fyrir því að rýmka þetta og afla afsláttakjara fyrir félaga á golfvöllum og í golfverslunum.
Til upplýsingar þá verður fundargerð aðalfundarins, árskýrsla fomanns og ársreiningur félagsins aðgeingilegur á heimasíðunni á næstunni
Fundarstjóri sleit fundi kl.18:05