Landsmót Oddfellowa 2024

Landsmót Oddfellowa í golfi fer fram á Urriðavelli 10. ágúst 2024

Opnum fyrir skráningu í Landsmótið 11. júlí kl. 13:00. Skráningu lýkur 9. ágúst kl. 12:00.

Einungis verður tekið við skráningum í gegnum Golfbox-forritið. Greiða þarf mótsgjaldið, 12.500,- við skráningu. 

ATH: ATH: Ekki er hægt að fá mótsgjald endurgreitt ef afskráning fer fram eftir kl:18:00 þann 6. ágúst. Afskráningar og önnur samskipti við motsstjórn fara fram í gegnum - landsmot.gof@gmail.com

- - - - - - - - - - - - - - - -

Hér fyrir neðan eru almennar upplýsingar hvernig á að skrá sig ásamt keppnisskilmálum:

Við skráningu í mótið birtast mögulegir flokkar sem hægt er að skrá sig í. 
- Bræður haka við flokkinn [Bræður]
- Systur haka við flokkinn [Systur]
- Makar haka við flokkinn [Makar] 

Einnig þarf að svara eftirfarandi spurningu til að ljúka skráningu.
  Ert þú í stúku eða ert þú maki?
      - Bræður og Systur svara með „nafni stúku“.
      - Makar svara: „Maki“ því keppt er í makaflokki.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina holl. Ath. Ef tiltekið holl er skipað bræðrum eða systrum sem eru saman í stúku mun skor þeirra ekki telja í stúkukeppninni.

Teigar á Urriðavelli eru nefndir „54“ = áður Gulir, „49“ = áður Bláir, „46“ = áður Rauðir.
- Karlmenn verða sjálfkrafa skráðir á teig nr. „54“
- Konur verða sjálfkrafa skráðar á teig nr. „46“
Ath: Hér er frjálst að velja annan teig ef þú ætlar að leika af öðrum en sjálfgefnum teig.

Stjórn Golfklúbbs Oddfellowa GOF hefur tekið að sér að sjá um undirbúning og framkvæmd mótsins.

Undirbúningnefndin mun starfa með mikilli gleði og ánægju, með það að markmiði að gera landsmótið árið 2024 að skemmtilegri og hressandi upplifun fyrir þátttakendur. 

Mótsstjórn skipa: Valdimar Júlíusson, mótsstjóri, Trausti Víglundsson og Þórður Ingason
Dómari mótsins: Þórður Ingason, alþjóðadómari R&A.

Einungis verður ræst út frá 1. teig í mótinu og hefst ræsing kl. 07:30 og stendur til 14:20

Lokahófið: Keppendur fá sendar upplýsingar um verð, leiðbeiningar um skráningu, ásamt matseðli og dagskrá þegar nær dregur. 

Vinningaskrá:

Bræðraflokkur Án forgjafar
1. sæti 40000 kr. Gjafabréf Icelandair
2. sæti 20.000 kr. Gjafabréf Iclandair + Spirit
3. sæti Kvöldverður fyrir tvö + Gjafakarfa 

Bræðraflokkur  Með forgjöf
1. sæti 40000 kr. Gjafabréf Icelandair
2. sæti 20.000 kr. Gjafabréf Iclandair + Spirit
3. sæti Kvöldverður fyrir tvö + Gjafakarfa

Systraflokkur Með forgjöf
1. sæti 40000 kr. Gjafabréf Icelandair
2. sæti 20.000 kr. Gjafabréf Iclandair + Spirit  
3. sæti Kvöldverður fyrir tvö + Gjafakarfa

Systraflokkur Án forgjafar
1. sæti 40000 kr. Gjafabréf Icelandair
2. sæti 20.000 kr. Gjafabréf Iclandair + Spirit
3. sæti Kvöldverður fyrir tvö + Gjafakarfa

Makaflokkur  Með forgjöf
1. sæti 40000 kr. Gjafabréf Icelandair
2. sæti 20.000 kr. Gjafabréf Iclandair + Spirit
3. sæti Kvöldverður fyrir tvö + Gjafakarfa

  1. Næst holu á eftirfarandi holum
    4 25.000 kr. Gjafabréf ÍJ
    8 25.000 kr. Gjafabréf ÍJ
    13 25.000 kr. Gjafabréf ÍJ 
    15 25.000 kr. Gjafabréf ÍJ 

  2. Lengsta teighögg á eftirfarandi holum
    Konur 9. hola: Gjafakarfa að verðmæti 20.000
    Karlar 11. hola: Gjafakarfa að verðmæti 20.000

  3. Stúkukeppni
    Bræður: 1. sæti Kvöldverður fyrir þrjá + Gjafakarfa
    Systur:  1. sæti Kvöldverður fyrir þrjá + Gjafakarfa

Aukaverðlaun Með forgjöf: fyrir 17. sæti yfir alla keppendur og 30., 43., 56., 67., og 83.,98.,121., 150 og að lokum bestu nýtingu vallar.

Fjöldi vinninga verða veittir í happdrætti með nöfnum lokahófsgesta

Haldið í ykkur andanum…. Það verður brjáluð stemmning í lokahófinu….Nánar síðar.

Til að sjá Reglugerð Landsmóts Oddfellowa smellið hér

Mótsstjórnin.
Valdimar Lárus Júlíusson
Trausti Víglundsson
Þórður Ingason

Previous
Previous

36. Landsmót Oddfellowa í golfi 2024 fór fram á Urriðavelli við kjöraðstæður.

Next
Next

Hagkvæmnisnefnd kynnti niðurstöður.