36. Landsmót Oddfellowa í golfi 2024 fór fram á Urriðavelli við kjöraðstæður.
Landsmót Oddfellowa, það 36. í röðinni fór fram á Urriðavelli um sl. helgi. Mótið fór fram við kjöraðstæður. Líklega besti dagur sumarsins, sól og stilla frá morgni til kvölds og Urriðavöllur skartaði sínu fegursta.
Landsmót Oddfellowa, það 36. í röðinni fór fram á Urriðavelli um sl. helgi. Mótið fór fram við kjöraðstæður. Líklega besti dagur sumarsins, sól og stilla frá morgni til kvölds og Urriðavöllur skartaði sínu fegursta.
Mótið tókst vel í alla staði. Frábær þátttaka var í öllum viðburðum tengdu mótinu. Þannig var fullbókað í mótið og lokahófið. Ræst var frá 1. teig frá kl. 06:30 til 14:30 og komu síðustu keppendur í hús um sama leyti og veislugesti bar að garði.
Alls létu 87 keppendur og makar sjá sig og til að sjá aðra í móttöku sem haldin var á Berjaya Reykjavík Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll daginn fyrir mótið, nutu þar veitinga, fengu gagnlegar upplýsingar og spreyttu sig í púttkeppni. 192 keppendur mættu til golfleiks og tæplega 100 manns tóku þátt í lokahófinu sem fram fór um kvöldið í golfskálanum.
Allar myndir frá móttökunni, mótinu og lokahófinu eru á heimasíðu golfklúbbs Oddfellowa, gof.is
Ótal fjöldi verðlauna og vinninga voru veitt fyrir besta árangur og afrek í mótinu og að auki var dregið úr nöfnum lokahófsgesta í veglegu happdrætti.
Úrslit í keppnisflokkum voru eftirfarandi:
Punktakeppni án forgjafar karlar Pkt.
1. sæti Ragnar Hjörtur Kristjánsson 27
2. sæti Páll Hilmar Ketilsson 25
3. sæti Björn Þorfinnsson 21
Punktakeppni án forgjafar konur Pkt.
1. sæti Gunnhildur L Sigurðardóttir 16 Pkt. á S9 = 9
2. sæti Katrín Garðarsdóttir 16 Pkt. á S9 = 8
3. sæti Þuríður Halldórsdóttir 15
Punktakeppni með forgjöf karlar Pkt.
1. sæti Bjarni Þór Gústafsson 41
2. sæti Karl Magnús Þórðarsson 39
3. sæti Kristján Gunnarsson 38
Punktakeppni með forgjöf konur Pkt.
1. sæti Katrín Garðarsdóttir 40
2. sæti María Veigsdóttir 38
3 . sæti Guðlaug Lýðsdóttir 36
4 . sæti Kristín Hálfdánssdóttir 35
Stúkukeppni Bræður Pkt.
1. sæti St, nr. 20, Baldur 114
Bjarni Þór Gústafsson 41
Julius Thorarensen 38
Vilberg Sigtryggsson 35
Stúkukeppni Systur Pkt.
1. sæti Rbst.nr. 07, Þorgerður 109
Katrín Garðarsdóttir 40
Guðlaug Lýðsdóttir 36
Guðrún B Sigurbjörnsdóttir 33
Næst holu á: Lengd:
4. holu, Andrés Andrésson 4,23m
8. holu, Eiríkur Þorbjörnsson 1,22m
13. holu, Inga Lóa Guðmundsdóttir 0,68m
16. holu, Anný Antonsdóttir 1,68m
Lengsta Teighögg kvenna 9. braut
Gunnhildur L. Sigurðardóttir
Lengsta Teighögg karla 11. braut
Júlíus Margeir Steinþórsson
Mótsstjórnin.
Valdimar Lárus Júlíusson
Trausti Víglundsson
Þórður Ingason